Cart

About The Brothers Brewery

Starfsmenn

Jóhann Guðmunds
johann@tbb.is

Bruggari

The Good

 

Kjartan Vídó
vido@tbb.is

Sölu og markaðstjóri

The Good

Hannes Kristinn
hannes@tbb.is

Þúsundþjalasmiður

The Bad

Hlynur Vídó
hvido@tbb.is

Ölstofustjóri

The Smiley

Um Okkur

Það var í lok árs 2012 að vinirnir Jóhann Guðmundsson og Kjartan Vídó fengu þá snilldar hugmynd að byrja að brugga bjór. Fór þá af stað undirbúningur og lestur bóka um það hvernig besti væri að brugga góðan bjór. Jóhann og Kjartan fengu í upphafi bræður sína með inn í teymið og bættust þeir Davíð og Hlynur Vídó við og brugghúsið heitið The Brothers Brewery. Fljótlega heltist Davíð úr lestinni en er í dag góður stuðningsmaður og smakkari.

Fyrsta bruggun átti sér í byrjun apríl 2013 og samanstóð þá búnaðurinn af 30 lítra plastfötu með tveimur hitaelementum úr hraðsuðukötlum. Bruggað var í kjallaranum heima hjá Jóhanni að Hvítingavegi 6 í Vestmannaeyjum.  Í plastfötunni brugguðum við tvær tegundir sem tókust með ágætum og settar voru á flöskur nokkrum vikum síðar. Afraksturinn var um 19 lítrar af bjór og því ekki mikið per mann.

Eftir fyrstu bruggun lá starfsemi The Brothers Brewery niðri í nokkra mánuði. Ákveðið var blása lífi í brugghúsið í desember 2014 og bættist Hannes Kristinn við í teymið. Bruggbræður sáu mikinn hagnað í að fá Hannes í hópinn enda átti Hannes góðan bílskúr til að brugga í og einnig er Hannes menntaður plötusmiður. Farið var í það að stækka græjurnar og keyptur var 75 lítra pottur sem breytt var í suðupott. Í upphafi voru bruggaðar tilbúnar uppskriftir frá birgjanum  okkar en þegar hér er komið við sögu er farið að brugga eigin uppskriftir hannaðar af bruggmeistaranum Jóhanni Guðmundssyni.

Fljótlega fengu vinir og kunningar að smakka framleiðsluna og kom þá kokkurinn Einsi Kaldi að máli við okkur um að selja eitthvað af bjórunum okkar á veitingastaðnum hans í eyjum. Var þá ákveðið til að flýta fyrir og stytta ferlið að Einsi Kaldi Veitingaþjónusta yrði leyfishafinn og framleiðslan yrði færð í Höllina þar sem veislueldhús Einsa Kalda er til húsa. Hafist var strax handa við að stækka búnaðinn og smíðaði Hannes ásamt Eyjablikk og Skipalyftunni stærri búnað og framleiðslugetan fór upp í 150 lítra við hverja bruggun. Í byrjun árs 2016 fékkst svo framleiðsluleyfið og fyrst um sinn voru bjórarnir okkar eingöngu seldir á Einsa Kalda.

Fljótlega fóru veitingahús og barir á höfuðborgarsvæðinu að sækjast eftir því að selja bjórana okkar og í sumar byrjun 2016 kom fyrsti bjórinn í sölu á höfuðborgarsvæðinu. Public House Gastro Pub á Laugarvegi tók þá til sölu IPA bjór sem við bruggum sérstaklega fyrir fyrir. Söluaðilum hefur svo fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma.

Um mitt sumar 2016 tók The Brothers Brewery í fyrsta skiptið þátt í Bjórhátíð Íslands á Hólum ásamt flest öllum íslensku brugghúsunum. Gestir bjórhátíðarinnar voldu þar bjórinn Togarann frá okkur sem besta bjór hátíðarinnar. Togarinn var bruggaður sérstaklega fyrir sjómanndaginn sem var haldinn einmitt sömu helgi.

Árið 2017 er svo ár breytinga hjá The Brothers Brewery. Búið er að taka á leigu húsnæði sem mun bæði hýsa framleiðslu og sölu. Settar verða upp 500 lítra brugggræjur ásamt gerjunartönkum og opnað verður lítið ölhús samhliða þar sem hægt er að setja upp kynningar á vörum The Brothers Brewery.


 

Mikilvægar dagsetningar
20 okt 2012
Fengum þá frábæru hugmynd að það væri ekkert mál að brugga bjór
12 Apr 2013
Brugguðum fyrsta bjórinn í kjallaranum heima hjá Jóa
5 Dec 2014
Hannes tekinn formlega inn með fyrsta bruggi í bílskúrnum og stærri græjum
28 Mar 2015
Fyrsta hugmynd af Eldfell Volcano Red Ale bruggaður.
1 Mayr 2015
Fyrst byrjað að huga að framleiðsluleyfum
21 Nov 2015
Fyrsta formlega smakkkvöldið þar sem aðrir fá að smakka á því sem við erum að spá í að setja í framleiðslu
16 Jan 2016
Leyfi kominn í gegn og framleiðsla hefst fyrir Einsa Kalda
5 Feb 2016
Fyrstu fjórir bjórarnir okkar fara í sölu á Einsa Kalda og fá frábærar viðtökur.
20 Feb 2016
Togarinn bruggaður sem sérstakur Sjómannabjór 
28 Mar 2015
Fyrsta vísindaferðin til okkar
28 Mar 2015
Fyrsta vísindaferðin til okkar